FERÐASKILMÁLAR AroundTheWorld.is
Meðfylgjandi eru ýmsar upplýsingar sem við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér vel.
VERÐ, VERÐBREYTINGAR OG SKILMÁLAR
Uppgefið verð er staðgreiðsluverð og miðast við netbókun.
Eftirtaldir þættir geta valdið breytingum á verði:
- Flutningskostnaður, þar með talið eldsneytisverð.
- Álagðir skattar eða sérgreiðslur fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld.
- Gengi gjaldmiðla.
- Skilmálar og viðskiptareglur greiðslukorta.
Verðupplýsingar á vefsvæði okkar og hjá starfsfólki eru rétt verð með þeirri undantekningu að verði miklar og hraðar breytingar á gengi gjaldmiðla áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að breyta verði í samræmi við það.
Við áskiljum okkur þó rétt til leiðréttinga á verði eða endurgreiðslu ferðar í tilfellum þar sem rangt verð er gefið upp vegna villu í uppsetningu eða af öðrum tæknilegum ástæðum. Við áskiljum okkur fullan rétt til leiðréttinga á villum í verði, texta og myndum, enda er allt efni vefsins birt með fyrirvara um villur.
INNIFALIÐ Í VERÐI PAKKAFERÐAR
Flug, flugvallarskattar og fararstjórn. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella niður fararstjórn og ferðir til og frá flugvelli ef þátttaka er ekki næg og er tekið fram í ferðalýsingu lágmarksþáttaka.
GREIÐSLUKJÖR
Eftir að bókun hefur verið gerð m.v. að lágmarki séu 9 vikur í brottför, hafa viðskiptavinir 7 daga til að draga ferðapöntun til baka gegn fullri endurgreiðslu, en þó er haldið eftir þjónustugjaldi, kr. 1.500 fyrir hverja bókun. Að þeim tíma liðnum er bókun bindandi og skv. skilmálum um afbókanir.
GREIÐSLUSKILMÁLAR Á NETBÓKUNUM ERU EFTIRFARANDI
Greiða má heildarupphæð í einni greiðslu eða með greiðsludreifingu í 4 jafnar greiðslur eða 50% út og rest á 3 mánuði en ferð verður að vera fullu greidd 9 vikum fyrir brottför
AFGREIÐSLUGJALD
Í samræmi við samþykkt Samtaka ferðaþjónustunnar greiðist þjónustugjald, 3.500 fyrir hverja sérpöntun á þjónustu erlendis. Fyrir aðra þjónustu þegar ekki er keypt flug greiðist þjónustugjald 7.000. Bókunarfyrirvari er yfirleitt enginn.
BREYTINGARGJALD
Ferðapöntun er fastsett með greiðslu við pöntun. Ef farþegi óskar breytinga er breytingargjald 5.000 fyrir hverja bókun. Til slíkra breytinga teljast m.a. breytingar á fjölda farþega á bókun, breyting á gististað, breyting á dagsetningum eða áfangastað. Breyting á dagsetningu ferðar með minna en mánaðar fyrirvara skoðast sem afpöntun og ný pöntun og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til greiðslu skv. því, sbr. afpöntunarskilmála.
AFPÖNTUN OG ENDURGREIÐSLA PAKKAFERÐA/ FLUGFARSEÐLA
Sé það gert innan viku frá því að pöntun var gerð og lágmark 9 vikur eru í brottför, heldur ferðaskrifstofan eftir kr.1.500 þjónustugjaldi á bókun.
BREYTINGAR
0-4 dögum frá því að bókun er gerð, þó minnst 2 vikum fyrir brottför er hægt að breyta bókun án gjalds.
5 dögum frá því að bókun er gerð og fram að 2 vikum fyrir brottför er hægt að breyta bókun gegn 5.000 kr breytingargjaldi.
Ef 2 vikur er í brottför er breytingargjald 10.000 kr en ekki er þá hægt að breyta um áfangastað. Ekki er hægt að breyta bókun innan viku fyrir brottför. (Breyta má nafni á farþega, hóteli eða ferðadagsetningu). Ef reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla er lengst gengur.
AFPÖNTUN OG ENDURGREIÐSLA
Ferð afpöntuð innan við 3 dögum frá pöntun og minnst 8 vikum fyrir brottför:
Full endurgreiðsla (að frádregnu 5000 kr. þjónustugjaldi) en þó ekki á þeim kostnaði sem ferðaskrifstofan hefur þurft a greiða til þriðja aðila vegna ferðarinnar.
Ferð afpöntuð meira en 4 dögum frá pöntun en þó 8 vikum fyrir brottför eða fyrr: – Full endurgreiðsla nema að ferðaskrifstofan heldur eftir 15.000 kr á mann.
Ferð afpöntuð 15-60 dögum fyrir brottför: – Ferðaskrifstofan heldur eftir 50% af verði ferðar, þó aldrei lægri upphæð en 15.000 kr á mann.
Ferð afpöntuð 8-21 dögum fyrir brottför: – Ferðaskrifstofan heldur eftir 75% af verði ferðar, þó aldrei lægri upphæð en 15.000 kr á mann.
Ferð afpöntuð minna en 7 dögum fyrir brottför: – Engin endurgreiðsla.
Ferð afpöntuð innan við 3 dögum frá pöntun en minna en 8 vikum fyrir brottför ræður regla um fjölda daga fram að brottför. Ef reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla sem gengur lengra. Sér afpöntunarskilmálar eru fyrir hópa Endurgreitt er inná það kreditkort sem greitt var með.
Athugið að:
• Ekki er hægt að greiða forfallagjald vegna áætlunarflugs, sérferða og siglinga.
• Ef viðskiptamaður á jafnframt rétt á bótum úr vátryggingu vegna sama tjónsatburðar greiða AroundTheWorld.is aðeins hlutfallslegar
bætur.
• Skýri viðskiptamaður sviksamlega frá eða leyni atvikum er skipta máli um endurgreiðsluskyldu AroundTheWorld.is, glatar hann rétti sínum
á hendur félaginu
AFLÝSING OG BREYTINGAR Á FERÐAÁÆTLUN
Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að ferðaskrifstofan getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu. Geri ferðaskrifstofan breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofunni eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótarsamning. Sé ferð aflýst eða farþegi riftir samningi þegar um verulegar breytingar er að ræða á ferð áður en hún hefst, á farþegi rétt á að fá fulla endurgreiðslu eða taka í staðinn aðra ferða samværilega að gæðum eða betri, ef ferðaskrifstofan getur boðið slík skipti. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er ódýrari fær farkaupi verðmismuninn endurgreiddann. Ef ferðin er dýrari greiðir farkaupi mismuninn.
Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og geta breyst. Ferðaskrifstofunni er heimilt að aflýsa ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. Tilkynna ber þátttakendum um aflýsingu eigi síðar en þremur vikum fyrir áætlaðan brottfarardag. Ferðum er vara í eina viku eða skemur má aflýsa með tveggja vikna fyrirvara. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint í auglýsingum eða sölubæklingum.
BÓKUNARGJALD
Greiða skal bókunargjald, kr. 3.500 fyrir hvern farþega, ef bókað í þjónustusíma.
FORFALLAGJALD
Ferðaskrifstofan ráðleggur öllum sínum farþegum að verða sér út um forfallatryggingu hjá tryggingafélagi. Ferðaskrifstofan býður ekki viðskiptavinum sínum að greiða forfallagjald hjá sér.
TRYGGINGAR
Ástæða er fyrir farþega að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í langferð. Við hvetjum farþega til að kynna sér hvaða tryggingar eru innifaldar í greiðslukorti sínu. Athugið að þessar tryggingar eru mismunandi eftir tegund greiðslukorts, kynnið ykkur vel skilmála þeirra, sem má fá hjá útgefanda greiðslukortsins. Oft er æskilegt að taka sérstaklega ferðatryggingu hjá tryggingarfélagi.
VEIKINDI EÐA SLYS ERLENDIS
Kynntu þér vel síðu Sjúkatrygginga Íslands „Ferðamenn erlendis“ hér og einnig er hægt að sækja um „Evrópska sjúkratryggingakortið hér og er rétt að gera það 10 dögum fyrir brottför.
BROTTFÖR FRÁ ÍSLANDI
Upplýsingar um brottfarar- og komutíma flugvéla fást á textavarpi, bls. 420-421 og inn á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Brottfarar- og komutímar er ætíð áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs, af tæknilegum, eða öðrum óviðráðanlegum orsökum. Ferðaskrifstofan ber hvorki ábyrgð né skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi vegna þessa. Í tengslum við allt flug bjóðast rútuferðir frá BSÍ í Reykjavík. Farþegar skulu mæta á BSÍ um 3 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma flugs.
FARANGUR
Upplýsingar um leyfilegan farangur í flugi fást á vef Keflavíkurflugvallar eða hjá viðkomandi flugfélagi.
Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á farangri í leiguflugi eða í öðrum farartækjum svo sem rútum og áætlunarbifreiðum. Verði skemmdir á farangri í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá þjónustuaðila flugfélagsins á viðkomandi flugvelli. Flugfélagið greiðir farþega bætur fyrir skemmdan farangur samkvæmt alþjóðlegum reglum og skulu bæturnar sóttar þangað. Hafi farþegi ekki látið gera tjónaskýrslu er ekki hægt að fá farangur bættan. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á ef farangur tapast eða ef hann berst farþega seint.
BÖRN
Börn undir 2ja ára aldri fá ekki úthlutað sæti um borð í vélunum og skulu sitja hjá foreldrum eða umsjónarmanni.
Á ÁFANGASTAÐ
Gistilýsingar byggjast að hluta á upplýsingum frá stjórn gististaðanna en að mestu á mati starfsfólks ferðaskrifstofunnar. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki til staðar sökum bilana eða endurnýjunar, t.d. ef loftkæling bilar eða sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða endurnýjunar.
ÞRIF
Þótt oftast sé vel staðið að þrifum á gististöðum ná þau í einstaka tilfellum ekki að standa undir kröfum farþega. Komi upp óánægja með þrif á vistarverum skal hafa samband við fararstjóra eða stjórnendur viðkomandi gististaðar. Upplýsingar um þrif á vistarverum er að finna í viðkomandi gistilýsingum.
FÆÐI
Fæði er aldrei innifalið í gistiverði á íbúðarhótelum nema þess sé sérstaklega getið. Í hótellýsingum og/eða ferðalýsingu kemur fram hvort fæði er innifalið í verði.
SÉRÓSKIR
Ferðaskrifstofan er umboðsaðili gististaða og hefur ekki yfirráð yfir gistirými. Yfirmenn gististaðanna sjá um niðurröðun farþega í herbergi/íbúðir. Starfsfólk ferðaskrifstofunnar getur ekki ábyrgst að séróskum farþega sé fullnægt umfram það sem getið er í gistilýsingum og verðlista. Oftast má leigja barnarúm ytra og í slíkum tilfellum skal láta ferðaskrifstofuna vita eins fljótt og mögulegt er svo hægt sé að koma slíkum óskum á framfæri. Í mörgum tilfellum kemur til aukagreiðsla vegna leigu á barnarúmi á gististað og skal greiða beint til gististaðar ytra.
GISTISTAÐIR
Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum í pöntunum. Örsjaldan kemur sú staða upp að gististaðir hafa ekki pláss fyrir alla þá viðskiptavini er eiga staðfestar pantanir. Gististaðir eru þá skyldugir til að útvega þeim viðskiptavinum, sem ekki fá inni, sambærilegan eða betri gististað. Þar sem ferðaskrifstofan er umboðsaðili ber hún ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða, en aðstoðar farþega að sjálfsögðu eftir föngum.
Í stúdíóum og íbúðum miðast eldhúsbúnaður við hámarks gestafjölda eins og getið er um í gistilýsingum. Valdi gestir tjóni eða skemmdum á íbúð eða húsbúnaði ber þeim að gera það upp við hótel áður en dvöl lýkur.
Á allflestum gististöðum gildir sú meginregla að gestir skuli hafa skilað herbergi/íbúð kl. 11 – 12 á hádegi á brottfarardegi (stundum kl. 10). Misjafnt er eftir gististöðum hvenær herbergi og íbúðir eru tilbúin til innritunar, en þó er miðað við tímabilið kl. 15-16. Sé í hópferðum, brottför til flugvallar síðdegis eða að kvöldi til verða gerðar ráðstafanir til að fá afnot af aðstöðu þar sem farþegar geta geymt farangur og þeim tryggður aðgangur að hreinlætisaðstöðu.
VERÐMÆTI
Við mælum eindregið með að viðskiptavinir geymi alls ekki peninga né önnur verðmæti á herbergjum eða í íbúðum, heldur noti öryggishólf sem bjóðast ýmist í gestamóttöku eða í vistarverum. Hvorki gististaðir né ferðaskrifstofan eru ábyrg ef verðmæti tapast úr vistarverum.
SKOÐUNARFERÐIR
Þar sem fararstjórar eru staðsettir munu þeir leiða fjölbreyttar skoðunarferðir eins og þær eru kynntar hjá ferðaskrifstofunni. Nánari kynningu munu farþegar fá hjá fararstjóra á ákvörðunarstað. Þátttakendur í skoðunarferðum verða að skrá sig með nokkrum fyrirvara í ferðirnar svo panta megi rútu við hæfi. Sé þátttaka í einstökum ferðum lítil áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella viðkomandi ferð niður en í flestum tilfellum má bjóða svipaðar ferðir með erlendum fararstjórum. Ferðirnar skal gera upp í gjaldmiðli viðkomandi lands nema annað sé tekið fram.
VANDAMÁL
Komi af einhverjum ástæðum upp vandamál í ferðinni skal tafarlaust hafa samband við fararstjóra sem reynir að greiða úr hvers manns vanda. Þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið á staðnum. Ef það tekst ekki getur farþeginn sent skriflega kvörtun um málið til ferðaskrifstofunnar í síðasta lagi innan mánaðar frá því að ferð lauk í samræmi við almenna ferðaskilmála Samtaka ferðaþjónustunnar. Nefnd sú er meðhöndlar og afgreiðir kvörtunarmál ferðaskrifstofunnar mun afla nauðsynlegra gagna, fá skýrslu frá fararstjóra og yfirfara málið. Þegar málið er afgreitt fær viðkomandi senda skriflega niðurstöðu. Ef farþegi kemur ekki kvörtun sinni á framfæri við fararstjóra meðan á ferð stendur, hefur hann fyrirgert rétti sínum til hugsanlegra bóta. Vinsamlegast athugið að til að athugasemdir farþega fái eðlilega afgreiðslu skulu þær lagðar fram skriflega á vefsíðu ferðaskrifstofunnar hér eða í töllvupósti á info@www.aroundtheworld.is. Að öðrum kosti sér ferðaskrifstofan sér ekki fært að svara athugasemdum formlega.
VEGABRÉF OG ÁRITANIR
Upplýsingar um áritanir er á vef Utanríkisráðuneytisins.
Upplýsingar um vegabréf er á vef Þjóðskrár
TOLLFRJÁLS INNFLUTNINGUR
Sjá á vef Keflavíkurflugvallar
Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness .
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.
Athugið að einstaklingum undir 18 ára er ekki heimilt að versla þjónustu frá AroundTheWorld.is án þess að skriflegt samþykki forráðamanns liggi fyrir hjá ferðaskrifstofunni.
Að öðru leyti en hér greinir gilda Almennir Alferðaskilmálar Samtaka ferðaþjónustunnar.
AroundTheWorld.is
Email: info@www.aroundtheworld.is
Sími: 564 22 72
Opnunartími: 9:00 – 17:00 alla virka daga